Árelía Eydís Guðmundsdóttir, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar og borgarfulltrúi Framsóknar, neitar að tjá sig í tengslum við viðvarandi ofbeldis- og eineltisvanda í Breiðholtsskóla, sem Morgunblaðið greindi frá á mánudag
Skóli Ofbeldið hefur tíðkast lengi.
Skóli Ofbeldið hefur tíðkast lengi. — Morgunblaðið/Karítas

Hólmfríður María Ragnhildardóttir

Skúli Halldórsson

Árelía Eydís Guðmundsdóttir, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar og borgarfulltrúi Framsóknar, neitar að tjá sig í tengslum við viðvarandi ofbeldis- og eineltisvanda í Breiðholtsskóla, sem Morgunblaðið greindi frá á mánudag. Segist hún gera það sökum aðstæðna, en sem kunnugt er standa yfir viðræður um myndun nýs meirihluta í borgarstjórn.

Árelía, sem er þó eftir sem áður formaður ráðsins sem skólinn heyrir undir, vísar þess í stað á samskiptastjóra borgarinnar, þ.e. einn af tíu upplýsingafulltrúum Reykjavíkur miðað við tölur sem Morgunblaðið fékk uppgefnar í lok árs 2023.

Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skólastjóri Hörðuvallaskóla segir í samtali við blaðið að grunnskóla skorti mjög úrræði þegar kemur að

...