Hvenær fékkst síðast nokkuð fyrir eyri, 1/100 úr krónu? Þá er skiljanlegt að e-ð afburðagott þyki bera af (e-u öðru) eins og gull af „eiri“

Hvenær fékkst síðast nokkuð fyrir eyri, 1/100 úr krónu? Þá er skiljanlegt að e-ð afburðagott þyki bera af (e-u öðru) eins og gull af „eiri“. En: „Þú skalt gera ker úr eir til þvotta og stétt úr eir fyrir það“ segir í
2. Mósebók og þannig beygjum við flesta koparhluti, það sem er úr eir, þágufalls-i–ið sést vart nema í orðtakinu.