![Afhending Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, og Júlía Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Þjóðskrá.](/myndir/gagnasafn/2025/02/14/52567e35-338b-406d-9787-7b0c2949ed56.jpg)
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Mikil ánægja er með hvernig til hefur tekist með tilraunaverkefni um afhendingu skilríkja í Hagkaup í Skeifunni. Tæpir fjórir mánuðir eru nú liðnir frá því að samstarf Þjóðskrár og Hagkaups var kynnt og hefur á þeim tíma verið stríður straumur fólks sem sækir vegabréf og nafnskírteini í verslun Hagkaups.
„Það er skemmst frá því að segja að tilraunaverkefnið um afhendingu skilríkja í Hagkaup í Skeifunni gengur eins vel og hægt var að hugsa sér, í raun framar öllum vonum,“ segir Júlía Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustu hjá Þjóðskrá, en umrætt tilraunaverkefni er til sex mánaða. Hún segir að starfsfólk Hagkaups standi sig með eindæmum vel við afhendinguna og viðskiptavinir Þjóðskrár séu virkilega ánægðir auk þess sem kerfi og ferlar gangi vel.
...