![Spjall Unnar Örn og Markús Þór tala saman í Ásmundarsafni í dag.](/myndir/gagnasafn/2025/02/14/5d276548-a048-498c-99fc-3cb1e07bc480.jpg)
Gestum er boðið í hádegisverð í dag kl. 12 á vinnustofunni í Ásmundarsafni þegar Markús Þór Andrésson sýningarstjóri hjá Listasafni Reykjavíkur fer í stúdíóheimsókn til Unnars Arnar myndlistarmanns. Unnar Örn er með vinnustofu sína í Ásmundarsafni um þessar mundir en hann sækir innblástur í hvers konar skrásetningu sögunnar. Í tilkynningu segir að listamaðurinn leiti fanga í formlegum heimildum, ljósmyndum, safngripum eða öðrum óformlegri vegsummerkum fortíðar.
„Spurningar vakna um sögu, verðmætamat og valdakerfi; hvað er varðveitt, af hverjum og í hvaða tilgangi? Unnar Örn fær aðgang að einstöku sérsafni, Ásbúðarsafni, sem Andrés Johnson (1885-1965) ánafnaði Þjóðminjasafninu. Ásbúðarsafn er enn lítt kannað og geymir þar af leiðandi margræða sögn.“ Boðið verður upp á kaffi, te og samlokur. Skráning er nauðsynleg en aðgangseyrir á safnið gildir. Frítt inn fyrir handhafa árskorts
...