![](/myndir/gagnasafn/2025/02/14/d08bd331-03ac-4377-aa36-973d559c6abc.jpg)
Spurt verður um ástina á tónleikum sem bera yfirskriftina Dægurflugur og fram fara í hádeginu í dag, föstudaginn 14. febrúar, kl. 12.15-13 í Borgarbókasafninu Gerðubergi og á morgun, laugardaginn 15. febrúar, kl. 13.15-14 í Borgarbókasafninu Spönginni.
Segir í tilkynningu að þar flytji söngkonan Marína Ósk, Kjartan Baldursson gítarleikari og Leifur Gunnarsson kontrabassaleikari fjölbreytta tónlist til heiðurs heilögum Valentínusi.