![Brynjar Níelsson](/myndir/gagnasafn/2025/02/14/0611a021-dd38-4bb4-a5f6-d697db55e499.jpg)
Dómsmálaráðherra skipaði í gær Jónas Þór Guðmundsson hæstaréttarlögmann í embætti dómara við Héraðsdóm Reykjaness og við sama tækifæri setti hann Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmann í embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur til eins árs.
Jónas Þór staðfesti við Morgunblaðið að honum hefði borist skipunarbréf frá dómsmálaráðuneytinu þessa efnis í gær, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Skipanin gildir frá 13. mars næstkomandi.
Brynjar var settur í embættið frá og með deginum í dag að telja og staðfesti hann það við Morgunblaðið.
Staða dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur var auglýst frá og með síðustu áramótum, en hæfnisnefnd sem lagði mat á hæfni umsækjenda um embættin skilaði ekki af sér fyrr en fyrir ríflega hálfum mánuði. Hefur niðurstöðu dómsmálaráðherra verið
...