40 ára Anna ólst upp í Reykjavík og býr í Reykjanesbæ. Hún er með B.Sc.-gráðu í rafmagns- og tölvuverkfræði frá HÍ og M.Sc.-gráðu í hugbúnaðar­verkfræði, einnig frá HÍ. Hún er hugbúnaðarverkfræðingur hjá CrewApp, sem er dótturfélag Air Atlanta. Áhugamálin eru helst lestur og svo skrifar hún sögur. Hún hefur ekki gefið neitt út en það er á stefnuskránni.


Fjölskylda Maki Önnu er Sigvaldi Guðni Geirmundsson, f. 1982, kerfisstjóri hjá HS Orku. Synir þeirra eru Jökull Geiri, f. 2011, og Breki Björn, f. 2013. Foreldrar Önnu eru hjónin Björn Stefánsson, f. 1948, byggingaverkfræðingur og vinnur hjá Landsvirkjun Power, og Guðrún Guðjónsdóttir, f. 1958, myndlistarkona, búsett í Reykjavík.