Reykjavíkurborg hefur ekki upplýsingar um hversu mörg tré hafa verið felld við stígagerð í Öskjuhlíð á síðustu árum. Þetta kemur fram í svari borgarinnar við fyrirspurn blaðsins. Tilefnið er umræða um tré sem hafa verið felld í Öskjuhlíð í þágu flugöryggis en skiptar skoðanir eru um málið
Breytt landslag Hluti af nýjum malbikuðum stígum norðvestast í Öskjuhlíðinni í Reykjavík, Hlíðarendamegin.
Breytt landslag Hluti af nýjum malbikuðum stígum norðvestast í Öskjuhlíðinni í Reykjavík, Hlíðarendamegin. — Morgunblaðið/Baldur

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Reykjavíkurborg hefur ekki upplýsingar um hversu mörg tré hafa verið felld við stígagerð í Öskjuhlíð á síðustu árum.

Þetta kemur fram í svari borgarinnar við fyrirspurn blaðsins.

Tilefnið er umræða um tré sem hafa verið felld í Öskjuhlíð í þágu flugöryggis en skiptar skoðanir eru um málið. Tveir arkitektar höfðu af því tilefni samband við blaðamann og lýstu undrun sinni á andstöðu við að fella tré í Öskjuhlíð. Slíkt væri sjálfsagður hlutur enda hluti af eðlilegri grisjun og tryggði sem besta umgjörð um útivist.

Eldri tjálundum hlíft

Annars vegar var spurt hversu mörg tré hefðu verið felld við gerð „stóra göngustígsins“

...