Vinsældir hlaðvarpsþáttanna Komið gott, stundum kallað KG pod, hafa ekki farið framhjá neinum sem almennt hafa dýft sér inn í hlaðvarpsheiminn á Íslandi. KG pod sker sig úr hlaðvarpsflórunni, eða gommunni kannski, að því leyti að þær Ólöf…
KG Pod Ljósvaki leggur til útgáfu handbókar.
KG Pod Ljósvaki leggur til útgáfu handbókar.

Sonja Sif Þórólfsdóttir

Vinsældir hlaðvarpsþáttanna Komið gott, stundum kallað KG pod, hafa ekki farið framhjá neinum sem almennt hafa dýft sér inn í hlaðvarpsheiminn á Íslandi.

KG pod sker sig úr hlaðvarpsflórunni, eða gommunni kannski, að því leyti að þær Ólöf Skaftadóttir og Kristín Gunnarsdóttir láta iðulega vaða á súðum í þáttunum. Þær nafngreina mann og annan fyrir hvers kyns afglöp sem þeir kunna að hafa framið og það sem best er, þær gefa fólki hin skemmtilegustu viðurnefni, sem viðkvæmari sálir myndu segja að væru uppnefni.

Til dæmis kalla þær Einar Þorsteinsson, sem nýlega sprengdi upp borgarstjórn Reykjavíkur, afsteypustrákinn sinn. Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, kalla þær ávallt Fiskikónginn og forsætisráðherra kalla þær alltaf KFrost. Ljósvaki hefur mjög gaman af þessu, enda hrekkjusvín inn við beinið, en hefur áhyggjur

...