![Þórir S. Gröndal](/myndir/gagnasafn/2025/02/14/1a12cbcb-5799-4b48-8ee0-decdfb62c1d2.jpg)
Þórir S. Gröndal
Hér fyrr á árum var kortalisti minn margar blaðsíður og ég mátti kaupa helling af jólakortum. Og svo tók marga daga að skrifa þau öll og það var áríðandi að póstleggja tímanlega svo að þau væru afhent fyrir jólin. Sum jólakortin, sem fólk skiptist á, innihéldu alls kyns fjölskyldutíðindi og stundum fylgdu myndir. Það var oft það eina sem fréttist af viðkomandi sendanda það árið. En tímarnir breytast og jólakort eru ekki lengur talin eins nauðsynleg og áður. Ekki bætir úr skák að póstþjónustan er orðin í meira lagi óáreiðanleg. Svo má ekki gleyma að maðurinn með ljáinn hefir stundað iðju sína dyggilega og samferðamönnunum fækkar stöðugt. Núna er kortalistinn minn ekki nema hálf blaðsíða.
Dauðinn er jafn endanlegur og sorglegur hvar í heimi sem er. Einhvern veginn virðist hann samt ekki eins stór viðburður hér í margmenninu eins og
...