Jóhann Sigurþór Hreggviðsson, eða Sissi eins og hann var alltaf kallaður, fæddist í gamla prestshúsinu við Hlíðarenda á Eskifirði 17. ágúst 1936. Hann lést á sjúkrahúsinu í Neskaupstað 1. febrúar 2025.

Foreldrar hans voru Hreggviður Sveinsson, f. 8.9. 1907, d. 3.6. 1946, og Jóhanna Sigríður Jóhannsdóttir, f. 21.3. 1911, d. 27.6. 1985.

Systkini hans eru Sigtryggur, f. 1934, Kristín, f. 1945, og Jón Steingrímur, f. 1950.

Eftirlifandi eiginkona Sissa er Unnur Þórlaug Jóhannsdóttir frá Uppsölum á Eskifirði, f. 4.1. 1943.

Börn þeirra eru: 1) Auðbjörg, f. 1961, gift Hjörleifi Friðrikssyni, börn þeirra eru: Friðrik Ágúst, Sigurþór og Brynja, barnabörn þeirra eru fjögur. 2) Sigríður, f. 1962, maki Vilhjálmur Kristinsson, börn Halldór, Anton Bjarni og

...