Volodimír Selenskí Úkraínuforseti varar við því að treysta orðum Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta um að hann vilji frið. Donald Trump Bandaríkjaforseti og Pútín áttu í 90 mínútna símtali á miðvikudag og í kjölfar þess kom fram að leiðtogarnir…
![Innrásarstríð Það stefnir í að Trump og Pútín muni funda á árinu.](/myndir/gagnasafn/2025/02/14/58fb0b82-935a-4292-9897-4e0245b4ffbe.jpg)
Innrásarstríð Það stefnir í að Trump og Pútín muni funda á árinu.
— AFP/Gavriil Grigorov
Volodimír Selenskí Úkraínuforseti varar við því að treysta orðum Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta um að hann vilji frið.
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Pútín áttu í 90 mínútna símtali á miðvikudag og í kjölfar þess kom fram að leiðtogarnir stefndu að fundi til þess að hefja viðræður um að binda enda á innrásarstríð Rússlands í Úkraínu. Enn fremur sagði Trump að Pútín vildi frið og að „ég held að hann myndi segja mér ef svo væri ekki“.
Á samfélagsmiðlum sagði Selenskí í kjölfar símtals við Póllandsforseta að hann hefði „varað þjóðarleiðtoga við því að treysta fullyrðingum Pútíns um að Rússar væru tilbúnir að binda enda á stríðið“.
Trump tók í gær samt sem áður skýrt fram að Úkraína myndi taka þátt í friðarviðræðum. Á
...