![](/myndir/gagnasafn/2025/02/14/1a6ea295-1f4c-44f7-89d3-215858b52d59.jpg)
Allt bendir til þess að norska knattspyrnufélagið Brann sé í þann veginn að kaupa miðjumanninn Eggert Aron Guðmundsson af Elfsborg í Svíþjóð fyrir jafnvirði 65 milljóna íslenskra króna. Göteborgs-Posten skýrði frá þessu í gær og formaður Elfsborg staðfesti að Eggert hefði verið heimilað að ræða við annað félag. Freyr Alexandersson er nýráðinn þjálfari Brann.
Glódís Perla Viggósdóttir verður eini Íslendingurinn í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar í knattspyrnu en hún skoraði eitt marka Bayern München í sigri á Eintracht Frankfurt, 4:1, í framlengdum leik. Sveindís Jane Jónsdóttir lék í 66 mínútur með Wolfsburg sem tapaði 1:0 fyrir Hoffenheim og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir lék síðasta hálftímann með Leverkusen sem tapaði 1:0 fyrir Werder Bremen á
...