Tími kjötkveðjuhátíða í aðdraganda föstunnar er að hefjast og ein sú elsta og þekktasta hófst í gærkvöldi í ítölsku borginni Feneyjum. Þar er hefð fyrir því að þátttakendur klæðist skrautlegum búningum og beri stórar grímur og á myndinni sést…
![](/myndir/gagnasafn/2025/02/15/919c508e-e573-4247-be62-64667b542b9d.jpg)
— AFP/Tiziana Fabi
Tími kjötkveðjuhátíða í aðdraganda föstunnar er að hefjast og ein sú elsta og þekktasta hófst í gærkvöldi í ítölsku borginni Feneyjum. Þar er hefð fyrir því að þátttakendur klæðist skrautlegum búningum og beri stórar grímur og á myndinni sést starfsmaður La Bauta-grímugerðarinnar í borginni máta eina slíka.
Í ár er hátíðin tileinkuð Giancomo Casanova, frægasta elskhuga sögunnar, sem tók virkan þátt í hátíðinni meðan hann lifði en 300 ár eru nú liðin frá fæðingu hans. Þá bar upphaf hátíðarinnar einnig upp á Valentínusardaginn og því var mikið um dýrðir í borginni.
Kjötkveðjuhátíð var haldin í Feneyjum til loka 18. aldar þegar hún var bönnuð en hún var síðan endurvakin árið 1979 og laðar árlega til sín fjölda gesta.