Viðskiptaráð stóð fyrir Viðskiptaþingi í Borgarleikhúsinu síðastliðinn fimmtudag. Meðal fyrirlesara voru rithöfundurinn og fræðimaðurinn Johan Norberg, Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, Róbert Wessman, forstjóri og stjórnarformaður Alvotech og Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra
Viðskiptaþing Formaður Viðskiptaráðs hélt erindi á Viðskiptaþingi.
Viðskiptaþing Formaður Viðskiptaráðs hélt erindi á Viðskiptaþingi.

Magdalena Anna Torfadóttir

magdalena@mbl.is

Viðskiptaráð stóð fyrir Viðskiptaþingi í Borgarleikhúsinu síðastliðinn fimmtudag. Meðal fyrirlesara voru rithöfundurinn og fræðimaðurinn Johan Norberg, Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, Róbert Wessman, forstjóri og stjórnarformaður Alvotech og Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra.

Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar og formaður Viðskiptaráðs, var einn þeirra sem fluttu erindi. Í ræðu sinni benti hann á að Evrópa hefði innleitt mun þyngra regluverk en Bandaríkin undanfarin ár. Í nýlegri skýrslu eftir Mario Draghi, fyrrverandi seðlabankastjóra Evrópu, er bent á íþyngjandi regluverk sem dragbít á samkeppnishæfni álfunnar.

„Í ræðu minni sagði ég að sannleikskorn væri í því

...