Þórður Pálsson, leikstjóri kvikmyndarinnar The Damned, hefur selt heimsréttinn að myndinni til Sony. „Fyrir utan Bretland, Írland og Skandinavíu þar sem þegar var búið að selja þau svæði
![Þórður Pálsson](/myndir/gagnasafn/2025/02/15/a945cde7-244e-4a02-b54b-733ff576ba57.jpg)
Þórður Pálsson
Þórður Pálsson, leikstjóri kvikmyndarinnar The Damned, hefur selt heimsréttinn að myndinni til Sony. „Fyrir utan Bretland, Írland og Skandinavíu þar sem þegar var búið að selja þau svæði. Þetta eru gleðifréttir því þetta þýðir að það verður hægt að sjá myndina alls staðar í heiminum, annaðhvort í bíói eða á VOD,“ segir Þórður í samtali við blaðamann Morgunblaðsins og bætir því við að enn sé hægt að sjá myndina í íslenskum kvikmyndahúsum.