![](/myndir/gagnasafn/2025/02/15/880e7a59-b06b-4c2a-b90d-914449885379.jpg)
Guðrún Hulda Guðmundsdóttir (Dúna) fæddist 17. júní 1938 í Reykjavík. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 24. janúar 2025.
Foreldrar hennar voru Sigurbjörg Ólafsdóttir, f. 24. júní 1914, d. 10. júlí 1989, og Guðmundur Brynjólfsson, f. 13. ágúst 1915, d. 15. maí 2000.
Systkini Guðrúnar í aldursröð: 1) Bryndís, f. 1933, 2) Gísli, f. 1934, d. 1936, 3) Jón Vilberg, f. 1935, d. 1997, 4) Ágúst Hróbjartsson, f. 1936, d. 2002, 5) Ólöf Guðbjörg, f. 1939, d. 2007, 6) Hrafnhildur, f. 1941, 7) Kolbrún Birgitta, f. 1943 og 8) Sævar Örn, f. 1948, d. 2016. Sammæðra bróðir var Ingi Bergmann, f. 1931, d. 2005.
Dúna gifti sig 3. desember 1955. Eiginmaður hennar var Ragnar Þorsteinsson, fæddur að Hamri í Hörðudal 11. apríl 1928, látinn 29. september 2005. Dúna og Ragnar bjuggu lengst af í Efstasundi 23 eða
...