Skimun Svanheiður Lóa Rafnsdóttir frá Landspítalanum, fyrir miðju, tók við styrknum frá Höllu Þorvaldsdóttur, Krabbameinsfélaginu, og Jóni Guðna Ómarssyni, bankastjóra Íslandsbanka.
Skimun Svanheiður Lóa Rafnsdóttir frá Landspítalanum, fyrir miðju, tók við styrknum frá Höllu Þorvaldsdóttur, Krabbameinsfélaginu, og Jóni Guðna Ómarssyni, bankastjóra Íslandsbanka.

Krabbameinsfélagið afhenti Landspítalanum 20 milljóna króna styrk í vikunni til kaupa á nýrri stafrænni bókunarlausn fyrir brjóstaskimanir.

Styrkurinn er afrakstur samstarfs félagsins, Íslandsbanka og 42 fyrirtækja sem eru í viðskiptum við bankann.

Með nýrri stafrænni lausn munu konur annars vegar geta bókað sig rafrænt og hins vegar fengið senda bókun í skimun með boðsbréfi. Gert er ráð fyrir að frá og með næsta hausti verði lausnin að fullu innleidd.

Í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu kemur m.a. fram að þátttaka í brjóstaskimun á Íslandi á síðasta ári hafi ekki verið nema 56%, sem sé mun minna en annars staðar á Norðurlöndunum. Gert sé ráð fyrir að þátttaka þurfi að vera um 75% til að fullum árangri af skimuninni sé náð. Í skimunum sé hægt að finna krabbamein í brjósti áður

...