Pistill
Orri Páll Ormarsson
orri@mbl.is
Ekki verður logið upp á borgarstjórnarflokk Samfylkingarinnar, hann rís alltaf upp og endar í meirihluta, sama hvernig barið er á honum, hvort sem er af kjósendum eða samstarfsflokkum. Hann bara sleppir ekki takinu af borginni. Flokkurinn virðist meira að segja ætla að lifa af græna gímaldið. Þá djöflasýru. Þetta er einna helst farið að minna á The Hitcher, muniði ekki eftir honum? Rutger heitinn Hauer í sínu allra besta formi. Það var slétt sama hversu oft hann var drepinn, alltaf reis hann upp aftur. Tortryggnustu áhorfendurnir þorðu ekki öðru en að líta aftur við í bíóinu korteri eftir að textinn hafði rúllað yfir tjaldið til að tryggja að Hitcherinn væri örugglega ekki risinn upp – enn og aftur.
Nú síðast
...