Sjónir manna beinast nú til Münchenar. Þar stendur yfir árleg ráðstefna um öryggis- og varnarmál sem á upphaf sitt að rekja til þess að Berlínarmúrinn var reistur fyrir bráðum 75 árum.
Fyrir 18 árum steig Vladimír Pútín, forseti Rússlands, í pontu í München og flutti ræðu þar sem hann tilkynnti að Rússar væru hættir að þykjast vera auðmjúkir og bljúgir. Hann sakaði vestrið um hræsni og yfirgang. Fall kommúnismans hefði ekki verið sameiginlegur sigur Rússa og Vesturlanda. Rússar hefðu verið niðurlægðir, en niðurlægingin hefði einnig stælt Rússa til að takast á við grimman og siðlausan heim. Þessi ræða markaði þáttaskil.
Nú er Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, gestur á ráðstefnunni í München. Brátt eru þrjú ár frá gimmilegri innrás Pútíns í Úkraínu.
Málflutningur Selenskís byggist á því
...