![Reykjavík Hildur Björnsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna í borginni.](/myndir/gagnasafn/2025/02/15/5a5b2065-69aa-4e80-b735-5af55e855362.jpg)
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Flokkarnir fimm, sem nú eiga í viðræðum um myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, hafa óskað eftir því að næsti reglulegi fundur borgarstjórnar á þriðjudag verði svokallaður bjöllufundur. Í því felst að hringt er inn til fundar, öllum málum á dagskrá frestað og fundurinn svo hringdur út.
Þar af leiðandi er viðbúið að engin mál verði tekin til umræðu eða afgreiðslu á þriðjudag, en þar eru 20 mál á dagskrá. Langflest þeirra eru frá sjálfstæðismönnum og snúa mörg að helstu hitamálum í borgarstjórn, sem voru á oddinum í fyrri viðræðum.
Þetta bendir til þess að flokkarnir í núverandi viðræðum ætli sér rúman tíma til þess að ljúka þeim.
„Það er lítill tími til stefnu ef nýr meirihluti ætlar sér að ná árangri. Sá borgaralegi meirihluti sem upprunalega var á teikniborðinu hefði hæglega getað lokið einföldum málefnasamningi um stóru
...