![Spennandi „Í heildina er Hin fordæmdu afar gott byrjendaverk með spennandi þema.“](/myndir/gagnasafn/2025/02/15/d3e2bc89-02f8-4e77-8cea-598584b3abb7.jpg)
Kvikmyndir
Jóna Gréta
Hilmarsdóttir
Hin fordæmdu er erlend framleiðsla en leikstjórinn Þórður Pálsson er íslenskur og er þetta fyrsta kvikmynd hans í fullri lengd. Myndin gerist í lok 19. aldar og fjallar um skuggalega atburði sem gerast í verbúð eftir að fólkið þar verður vitni að sjóslysi. Þessi litla verbúð er það eina sem aðalpersónan Eva (Odessa Young) á eftir en hún missti manninn sinn í sjóslysi ári áður. Eva er föst þarna yfir veturinn ásamt matráðskonunni Helgu (Siobhan Finneran) og sex sjómönnum. Það er kalt og matur er af skornum skammti. Þegar þau sjá skip sökkva við ströndina standa þau frammi fyrir erfiðri ákvörðun. Eru þau tilbúin að leggja líf sitt í hættu til að bjarga lífi útlendinga, vitandi að ekki er til nóg af mat fyrir þau öll? Þar sem Eva er eigandi verbúðarinnar
...