Kringum 20 manns eru nú vistaðir á réttar- eða öryggisgeðdeild. Þörf er á rými til að vista fleiri sem eiga eftir að ljúka afplánun í fangelsi og geta ekki gengið lausir vegna þess að af þeim stafar ógn úti í samfélaginu
![](/myndir/gagnasafn/2025/02/15/c14bd88e-c10a-4ce9-a47f-39023fcbb948.jpg)
— Morgunblaðið/Karítas
Baksvið
Sonja Sif Þórólfsdóttir
sonja@mbl.is
Kringum 20 manns eru nú vistaðir á réttar- eða öryggisgeðdeild. Þörf er á rými til að vista fleiri sem eiga eftir að ljúka afplánun í fangelsi og geta ekki gengið lausir vegna þess að af þeim stafar ógn úti í samfélaginu. Vinna er nú í gangi í sjö ráðuneytum að tillögum um öryggisvistun einstaklinga sem eru taldir hættulegir.
Af máli Kristins Tómassonar, geðlæknis og dómkvadds matsmanns í máli ríkisins gegn Alfreð Erling Þórðarsyni, er ljóst að hvort sem hann verður metinn sakhæfur eða ósakhæfur, sakfelldur eða sýknaður, er nauðsynlegt að hann verði áfram vistaður á réttargeðdeild. Alfreð er ákærður fyrir að verða hjónum að bana með hrottafengnum hætti í Neskaupstað í fyrra.
...