Jude Law, að vísu mottulaus hér.
Jude Law, að vísu mottulaus hér. — AFP/Chris Delmas

Spenna Jude Law setur upp mottu og leikur grjótharðan alríkislögreglumann í kvikmyndinni The Order eftir Justin Kurzel, sem nálgast má á Amazon Prime. Byggt er á sönnum atburðum, það er eltingaleik lögreglunnar við hóp herskárra nýnasista, sem kölluðu sig The Order, árið 1984. Annar breskur leikari leiðir glæpahópinn, Nicholas Hoult, en hann fer með hlutverk Bobs Mathews sem hafði ískyggileg áform sem hann var byrjaður að hrinda í framkvæmd. Tye Sheridan, Odessa Young og Jurnee Smollett koma einnig við sögu en The Order fær gegnumsneitt mjög góða dóma. „Stóískur Jude Law og djöfullega góður Nicholas Hoult,“ segir á Rotten Tomatoes.