Meistaramót Íslands innanhúss í frjálsíþróttum fyrir 15-22 ára fer fram í Laugardalshöllinni um helgina, frá klukkan 10 báða dagana. Flest efnilegasta frjálsíþróttafólk landsins tekur þátt og þar eru fremstar í flokki spretthlauparinn Eir Chang…
![](/myndir/gagnasafn/2025/02/15/3d659d10-bef0-41e3-87d2-6cf6352c31fb.jpg)
Meistaramót Íslands innanhúss í frjálsíþróttum fyrir 15-22 ára fer fram í Laugardalshöllinni um helgina, frá klukkan 10 báða dagana. Flest efnilegasta frjálsíþróttafólk landsins tekur þátt og þar eru fremstar í flokki spretthlauparinn Eir Chang Hlésdóttir, sem keppir í 60, 200 og 400 m hlaupum, og fjölþrautakonan Ísold Sævarsdóttir sem er skráð í sex greinar á mótinu og hefur náð góðum árangri undanfarið í 60 m hlaupi og kúluvarpi.