![Sigurður Ingi Jóhannsson](/myndir/gagnasafn/2025/02/15/5e64cb7a-0c14-468f-85a0-8aa63dc0967d.jpg)
Sigurður Ingi Jóhannsson
Við upphaf nýs kjörtímabils standa vonir margra til þess að stjórnmálin verði afl sameiningar frekar en sundrungar. Þjóðin þarf á samstöðu að halda, ekki síst á tímum efnahagslegra áskorana og aukinnar óvissu í alþjóðamálum. Hins vegar vekur það áhyggjur að ný ríkisstjórn sýnir engan skýran vilja til slíkrar sameiningar, ef marka má stefnuræðu forsætisráðherra.
Húsnæðismál í forgangi
Forgangsmál Framsóknar nú við upphaf þings er þingmál um 25 ára óverðtryggð lán á föstum vöxtum. Sú leið sem við höfum lagt til, og byggir á vinnu sem sett var af stað í minni tíð í fjármálaráðuneytinu, hefur vakið athygli enda um mikla kjarabót að ræða fyrir íslensk heimili. Það er mjög mikilvægt fyrir lántakendur að hafa öryggi og fyrirsjáanleika við afborganir húsnæðislána og nái þessi áform fram að ganga mun
...