![Ólafur Elíasson](/myndir/gagnasafn/2025/02/15/9d4014c4-3f26-4bd9-b487-741dde5fedb6.jpg)
Sýningin Sólargleypir var opnuð í Skaftfelli, myndlistarmiðstöð Austurlands, í gær samhliða 10 ára afmæli listahátíðarinnar List í ljósi á Seyðisfirði. Til sýnis eru verk eftir listamennina Frederikke Jul Vedelsby, Gunndísi Ýr Finnbogadóttur, Þorgerði Ólafsdóttur, Hönnu Christel Sigurkarlsdóttur, Hildigunni Birgisdóttur, Hrein Friðfinnsson, Ólaf Elíasson, Unu Margréti Árnadóttur og Örn Alexander Ámundason.
„Eftir fjóra langa mánuði í skugga fjalla Seyðisfjarðar íhugar Sólargleypir bæði stórkostlegar og fíngerðar leiðir til að vænta endurkomu sólarinnar. Verkin á sýningunni eru fengin úr söfnum listamannanna til að leggja fram hugleiðingar um þennan árvissa viðburð,“ segir í tilkynningu frá Skaftfelli. Sýningin stendur til 15. mars og verður opin þriðjudaga til laugardaga kl. 12-17.