Kjósandi í Suðurkjördæmi hefur sent Persónuvernd erindi þar sem beðist er rannsóknar á því hvort persónuvernd hafi verið brotin á kjósendum í kjördæminu í nýliðnum kosningum með afhendingu kjörskrár til annarra aðila en fullgildra stjórnmálaflokka
Erna Bjarnadóttir
Erna Bjarnadóttir

Andrés Magnússon

andres@mbl.is

Kjósandi í Suðurkjördæmi hefur sent Persónuvernd erindi þar sem beðist er rannsóknar á því hvort persónuvernd hafi verið brotin á kjósendum í kjördæminu í nýliðnum kosningum með afhendingu kjörskrár til annarra aðila en fullgildra stjórnmálaflokka.

Það er hagfræðingurinn Erna Bjarnadóttir, fv. varaþingmaður Miðflokksins og aðstoðarframkvæmdastjóri Bændasamtakanna, sem sendi erindið til Persónuverndar.

Erna vísar til ákvæðis í 31. gr. kosningalaga, þar sem segir að eftir að kjörskrá er tilbúin sé þeim stjórnmálasamtökum, sem bjóða fram lista við kosningar, heimilt að óska eftir rafrænum aðgangi að kjörskrá hjá Þjóðskrá.

Stjórnmálasamtökum er heimilt að nýta aðganginn í þágu eftirlits með

...