HM Hólmfríður Dóra keppir í sinni fjórðu grein í Saalbach í dag.
HM Hólmfríður Dóra keppir í sinni fjórðu grein í Saalbach í dag. — AFP/Fabrice Coffrini

Jón Erik Sigurðsson og Tobias Hansen náðu ekki að ljúka keppni í stórsvigi karla á heimsmeistaramótinu í Saalbach í Austurríki í gær. Þeir komust í gegnum undankeppnina í fyrradag en skíðuðu báðir út úr brautinni í aðalkeppninni í gær. Mótinu lýkur um helgina en Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir keppir í svigi í dag. Þá taka Jón Erik, Tobias, Sturla Snær Snorrason og Tobias Hansen allir þátt í undankeppninni í svigi en úrslitin eru á morgun.