Verkið er endalaust. Það vísar ekki út fyrir sig, hefur ekki skoðun á neinu, boðar ekkert, það hefur einungis eina löngun, sem er að lengjast.“
Kristján fyrir framan verkið endalausa í i8. Verk sem nánast brýst út úr rýminu.
Kristján fyrir framan verkið endalausa í i8. Verk sem nánast brýst út úr rýminu. — Ljósmynd/BAR

Svo langt sem rýmið leyfir er titill sýningar Kristjáns Guðmundssonar í i8 gallerí. Á sýningunni er ný og stór innsetning sem hefst á vinstri hönd sýningarrýmisins með ætingu á pappír. Tvö rauð horn ætingarinnar virka sem afmarkandi þættir og skapa reglu þar sem sérhver eining lengist þegar líður á rýmið.

„Hérna er bara ein aðferð notuð, ég teygi úr hlutnum þangað til hann er orðinn svo langur að hann nánast brýst úr rýminu. Þetta verk er ekki að laga sig að rýminu heldur treður sér eins langt og hægt er. Það er frekt og árásargjarnt. Ef það væri sýnt í miklu stærri sal hefði ég bara bætt við það. Verkið er endalaust. Það vísar ekki út fyrir sig, hefur ekki skoðun á neinu, boðar ekkert, það hefur einungis eina löngun, sem er að lengjast,“ segir Kristján.

Samhliða sýningunni í i8 er Kristján einnig

...