![Það getur verið varasamt að ryksuga, eins og dönsk kona fékk að reyna.](/myndir/gagnasafn/2025/02/15/5e4325f6-3e54-4b1c-ae6c-75e7d829a5ce.jpg)
41 árs gömul kona beið bana í Kaupmannahöfn í febrúar 1955 þegar hún var að ryksuga heimili sitt. Frá þessu var greint á forsíðu Morgunblaðsins.
„Skyndilega fékk hún rafmagnsstraum frá ryksugunni og féll meðvitundarlaus um koll. Fjögurra ára dóttir hennar hljóp í næstu íbúð og þar gat fólkið skilið af grátandi telpunni hvað skeð hafði. Konan var látin er á sjúkrahús kom. Er nú í rannsókn hvaða bilun í ryksugunni hafi valdið dauða hennar.“
Sama dag lést önnur kona í Kaupmannahöfn þegar hún var að hreinsa glugga í íbúð sinni á fjórðu hæð. Konan sem var 82 ára féll út um gluggann og hlaut þegar bana, er niður kom.
Á forsíðu Morgunblaðsins var líka greint frá því að bílstjóri rúmenskrar sendisveitar hefði leitað á náðir lögreglunnar í Kaupmannahöfn og beðið hælis sem flóttamaður. Sagði hann að kona
...