„Mig dreymdi ótrúlegan draum í nótt,“ sagði ungi maðurinn við sálfræðinginn sinn. „Ég sá móður mína en þegar hún snéri sér að mér tók ég eftir því að hún var með þitt andlit. Mér fannst þetta mjög óþægilegt, eins og þú getur ímyndað þér. Ég vaknaði við þetta og gat ekki sofnað aftur, heldur beið ég eftir að morgunninn kæmi. Þegar ég fór á fætur fékk ég mér kók og kom svo í tímann til þín. Getur þú hjálpað mér að útskýra hvað þessu undarlegi draumur gæti mögulega táknað?“
Sálfræðingurinn þagði um stund og sagði síðan:
„Kók! Kallar þú það morgunverð?“

Kennarinn: „Hvað segirðu Siggi, samdir þú þetta ljóð alveg sjálfur og án hjálpar?“
Siggi: „Heldur betur! Alveg sjálfur!“
Kennarinn: „Gaman að kynnast þér, Jónas Hallgrímsson!“

Líffræðikennarinn kennir nemendum sínum allt um

...