![Kristján Kristjánsson er kvikmyndagerðarmaður og markaðsstjóri Menningarfélags Akureyrar.](/myndir/gagnasafn/2025/02/15/5dbd7d39-dffd-43db-8280-1130231f17bb.jpg)
Það var um sex ára aldurinn að amma mín, Dýrleif Jónsdóttir Melstað, amma Didda, sat með mér og kenndi mér að lesa upp úr Halldórs Laxness-safni hennar og Óla afa.
Hún valdi það frekar en Morgan Kane-safnið.
Upp frá því varð lestur uppáhaldsiðja mín, enda ekkert jafn ólgandi ævintýralegt og að geta synt um í sögum.
Ég var áskrifandi að öllum hasarblöðum Siglufjarðarprentsmiðju og upplifði á þann háttinn alls kyns ævintýraheima. Þar man ég eftir Gög og Gokke, Tarzan og syni Tarzans, honum Kórak. Allt voru þetta alvöru hasarsögur sem vörpuðu manni út úr hversdagsleikanum. Síðan voru það Enid Blyton-bókaseríurnar og Narníuheimur C.S. Lewis sem maður hámaði í sig en það var ekki fyrr en ég komst í bækur Jan Terlouw sem ég varð algjörlega hugfanginn af bókmenntum. Þessi hollenski þingmaður náði einhvern veginn
...