![Hæfileikarík Brynhildur Guðjónsdóttir snýr sér aftur að listinni.](/myndir/gagnasafn/2025/02/15/8cc9c678-dce6-4203-8859-57f7cc317504.jpg)
Brynhildur Guðjónsdóttir tilkynnti á starfsmannafundi í Borgarleikhúsinu í gær og í framhaldinu á Facebook-síðu sinni að hún hefði sagt starfi sínu sem leikhússtjóri lausu frá 31. mars. Í tilkynningu frá Borgarleikhúsinu kemur fram að stjórn Leikfélags Reykjavíkur auglýsir þegar í stað eftir umsóknum um stöðu leikhússtjóra með umsóknarfresti til 2. mars.
Brynhildur tók við stöðu leikhússtjóra 14. febrúar 2020 „og hefur frá þeim tíma veitt Borgarleikhúsinu styrka forystu, leitt það í gegnum heimsfaraldur og skilar af sér góðu búi jafnt listrænt sem rekstrarlega,“ segir í tilkynningu frá stjórninni. Á Facebook skrifar Brynhildur að hún hafi ákveðið að fylgja hjartanu og takast á við nýjar áskoranir sem listamaður, en hún mun m.a. leikstýra Moulin Rouge! í Borgarleikhúsinu í haust.