Georgiana Pogonaru, ræðismaður Íslands í Rúmeníu, segir norrænt listafólk njóta vaxandi hylli í Rúmeníu og sé Norræna hátíðin til vitnis um það. Með því sé verið að fylgja eftir vel heppnaðri kvikmyndahátíð með norrænum kvikmyndum í Búkarest haustið 2023
![Áhugi Gestir ávarpaðir fyrir frumsýningu einnar myndarinnar.](/myndir/gagnasafn/2025/02/15/d3db2785-9084-45cd-ab62-1afc9473083c.jpg)
Áhugi Gestir ávarpaðir fyrir frumsýningu einnar myndarinnar.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Georgiana Pogonaru, ræðismaður Íslands í Rúmeníu, segir norrænt listafólk njóta vaxandi hylli í Rúmeníu og sé Norræna hátíðin til vitnis um það. Með því sé verið að fylgja eftir vel heppnaðri kvikmyndahátíð með norrænum kvikmyndum í Búkarest haustið 2023.
Hátíðin, sem nefnist Nordic Festival á ensku, var sett á fimmtudag og henni lýkur á morgun.
Rúmenskt kvikmyndaáhugafólk fékk þar tækifæri til að sjá kvikmynd Hilmars Oddssonar, Á ferð með mömmu, og kvikmynd Ninnu Pálmadóttur, Einvera, en við það tækifæri ræddi Ninna við gesti.
Þá fer fram málþing í dag undir yfirskriftinni Bókmenntir fjarðanna: Milli himins og jarðar á Íslandi en við
...