Það er í sjálfu sér ekki óalgengt að keppnismaðurinn „brenni af“ í góðu færi á ögurstundu. Á stórmótinu í Wijk aan Zee á dögunum gerðist það að tveir efstu menn, Indverjarnir Gukesh og Praggnanand, töpuðu báðir í lokaumferðinni en…
Fyrsti leikurinn Guðmundur Sigurjónsson lék fyrir vin sinn og félaga, Friðrik Ólafsson, á MótX-mótinu 2018. Jón Þorvaldsson skipuleggjandi mótsins situr andspænis stórmeisturunum.
Fyrsti leikurinn Guðmundur Sigurjónsson lék fyrir vin sinn og félaga, Friðrik Ólafsson, á MótX-mótinu 2018. Jón Þorvaldsson skipuleggjandi mótsins situr andspænis stórmeisturunum. — Morgunblaðið/Hari

Skák

Helgi Ólafsson

helol@simnet.is

Það er í sjálfu sér ekki óalgengt að keppnismaðurinn „brenni af“ í góðu færi á ögurstundu. Á stórmótinu í Wijk aan Zee á dögunum gerðist það að tveir efstu menn, Indverjarnir Gukesh og Praggnanand, töpuðu báðir í lokaumferðinni en frammistaða þeirra fram að því hafði verið með slíkum ágætum að það breytti ekki meginniðurstöðu mótsins: þeir urðu samt jafnir í efsta sæti. Þetta minnti á úrslit áskorendamótsins í London 2013, en þegar lokaumferð þess hófst voru Magnús Carlsen og Vladimir Kramnik efstir og jafnir. Þeir töpuðu báðir síðustu skákinni en urðu samt efstir og jafnir en Norðmaðurinn var með betri mótsstig og öðlaðist réttinn til að skora

...