![Vladimír Pútín](/myndir/gagnasafn/2025/02/15/a4c674f7-2cfa-490f-aa9a-4cca18080b58.jpg)
Vladimír Pútín
Vladimír Pútín Rússlandsforseti undirritaði nýverið tilskipun um að halda alþjóðlega tónlistarkeppni, Intervision, í Rússlandi á þessu ári en Rússum var, eins og þekkt er, bannað að taka þátt í Eurovision eftir árás þeirra á Úkraínu í febrúar árið 2022. AFP greinir frá og segir að keppni með sama nafni hafi verið haldin meðal ríkja sem voru bandamenn Sovétríkjanna á Sovéttímanum. Þá hafi Rússar nokkrum sinnum reynt að endurvekja hana.