![](/myndir/gagnasafn/2025/02/15/5e40c027-d53e-4ee5-ab41-1b9638052510.jpg)
Sigurður Ísaksson fæddist 16. ágúst 1934. Hann lést 8. janúar 2025.
Hann var jarðsunginn 24. janúar 2025.
Góður og kær vinur hefur kvatt. Meira en hálfrar aldar vinátta að baki.
„Margs er að minnast og margt ber að þakka,“ eins og sálmaskáldið sr. Valdimar Briem segir í hinum vel þekkta sálmi sínum.
Já, kallið var komið til Sigga Ísaks eftir langt og farsælt ævistarf.
Hann var gæfumaður í lífi sínu með Eddu sér við hlið á meðan hennar naut við og svo börnin fimm, sem reyndust honum afar vel til síðustu stundar.
Hann var okkur vinunum sínum traustur og ráðagóður, ávallt tilbúinn að leggja til hjálparhönd ef á þurfti að halda. „Við þurfum að spyrja Sigga Ísaks“
...