1973 Sainte-Marie á plötuumslagi.
1973 Sainte-Marie á plötuumslagi.

Kanadíska ríkisstjórnin hefur nú svipt söngkonuna Buffy Sainte-­Marie einni af æðstu heiðursorðum landsins eftir að í ljós kom í fréttum árið 2023 að fyrri fullyrðingar hennar um uppruna sinn sem frumbyggi ættu ekki við rök að styðjast. Fréttamiðillinn NPR greinir frá og segir að Sainte-Marie hafi hlotið orðuna árið 1997 fyrir þjónustu sína við frumbyggja Kanada. Þá hafi hún lengi verið viðurkennd sem einn helsti listamaður frumbyggja.