![Vesturbær Kristinn Pálsson úr Val og Linards Jaunzems úr KR í gær.](/myndir/gagnasafn/2025/02/15/2820bf15-0647-4602-a2af-6b18d6c3a2e0.jpg)
Íslandsmeistarar Vals unnu erkifjendur sína í KR, 96:89, eftir framlengdan leik á Meistaravöllum í 18. umferð úrvalsdeildar karla í körfuknattleik í gærkvöldi. Eftir leikinn er Valur í fjórða sæti deildarinnar með 20 stig en KR í áttunda sæti með 16.
Liðin skiptust á að vera með forystuna í leiknum en Valsmenn voru yfir með sex stigum eftir þriðja leikhluta, 69:63. KR-ingar komu sterkir til baka í fjórða leikhluta og náðu að jafna metin. Í framlengingunni voru Valsmenn aftur á móti magnaðir en Kári Jónsson fór á kostum. Adam Ramstedt var stigahæstur í liði Vals með 24 stig en hjá KR skoraði Vlatko Granic 27 stig og tók 26 fráköst. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson átti þá einnig frábæran leik í liði KR en hann skoraði 22 stig, tók tíu fráköst og gaf 13 stoðsendingar.
Njarðvíkingar sóttu þá stigin tvö þegar liðið vann
...