Þau Ásta Sigríður Arnardóttir sópran, Berglind Linda Ægisdóttir mezzósópran, Jón Sigurðsson píanóleikari, Katrin Heymann flautuleikari og Össur Ingi Jónsson óbóleikari munu meðal annars flytja fágæt verk frá miðbiki síðustu aldar eftir hollensk…
![](/myndir/gagnasafn/2025/02/15/30232685-b80e-412c-843b-b576387ea509.jpg)
Þau Ásta Sigríður Arnardóttir sópran, Berglind Linda Ægisdóttir mezzósópran, Jón Sigurðsson píanóleikari, Katrin Heymann flautuleikari og Össur Ingi Jónsson óbóleikari munu meðal annars flytja fágæt verk frá miðbiki síðustu aldar eftir hollensk tónskáld kennd við nýrómantísku stefnuna, í dag, laugardaginn 15. febrúar, kl. 15:15 í Neskirkju, að því er segir í tilkynningu. Þar kemur jafnframt fram að tónleikarnir séu á vegum 15:15 tónleikaraðarinnar.