Dásamleg tónlist; voldug bæði og vönduð og gefin út af Touched, því eðalmerki rafrænna tóna, óma og hljóma!
Reisn Anton Kaldal gefur út undir nafninu Tonik Ensemble.
Reisn Anton Kaldal gefur út undir nafninu Tonik Ensemble.

TÓNLIST

Arnar Eggert Thoroddsen

arnareggert@arnareggert.is

Raftónlist er stóri undirgeiri dægurtónlistarinnar ásamt þungarokki. Það er allt á fullu og allt að gerast úti um heim allan. Langlífasti útvarpsþáttur landsins, Party Zone, er helgaður forminu. Ein farsælasta sveit landsins fyrr og síðar, GusGus, leggur sig eftir heimi þessum. Það eru klúbbakvöld, innfluttir skífuþeytar og Bandcamp tútnar undan taktföstu íslensku teknói, sálarríku húsi og dreymnu sveimi. Og það eru útgáfufyrirtæki; Thule, Möller, Space Odyssey, Lagaffe Tales o.s.frv. Íslensk raftónlist brunar áfram, eins og risastór hraðlest frá Tókýó, en er sjaldnast í alfaraleið og oftast bak við ystu sjónarrönd.

Rennum yfir nokkrar góðar plötur frá síðasta ári. Þessi skrif eru langt í frá tæmandi, tám dýft

...