![Víkingar Einvígið gegn Panathinaikos er galopið eftir sigurinn, 2:1.](/myndir/gagnasafn/2025/02/15/3a556729-da3a-4222-a083-63e1a00bccea.jpg)
Víkingar Einvígið gegn Panathinaikos er galopið eftir sigurinn, 2:1.
— Ljósmynd/Víkingur
Víkingar hafa þegar tryggt sér um 838 milljónir íslenskra króna með árangri sínum í Sambandsdeild karla í fótbolta. Þeir geta bætt verulega við þá upphæð því að árangursgreiðsla frá UEFA fyrir að komast í 16 liða úrslit er um 117 milljónir króna. Það er upphæðin sem er í húfi þegar Víkingar mæta Panathinaikos í seinni leiknum í Aþenu næsta fimmtudag. Sigurliðið í einvíginu mætir Fiorentina frá Ítalíu eða Rapid Wien frá Austurríki 6. og 13. mars.