Færeyingurinn Osmund Joensen kom fyrst til Íslands þegar hann var 18 ára sumarið 1945 og á góðar minningar frá þeim tíma. Hann vissi fyrst á nýliðnu hausti að hann hefði eignast dóttur með íslenskri konu fyrir 78 árum
Ný fjölskylda Frá vinstri: Jónsvein, Osvald, Björk og Osmund.
Ný fjölskylda Frá vinstri: Jónsvein, Osvald, Björk og Osmund.

Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

Færeyingurinn Osmund Joensen kom fyrst til Íslands þegar hann var 18 ára sumarið 1945 og á góðar minningar frá þeim tíma. Hann vissi fyrst á nýliðnu hausti að hann hefði eignast dóttur með íslenskri konu fyrir 78 árum. Feðginin hittust í kjölfarið, eins og greint var frá á þessum stað í Morgunblaðinu í liðinni viku. „Það var gaman, ég átti allt í einu stóra familíu á Íslandi og allir í familíunni minni hérna voru ánægðir með það,“ segir Osmund, sem gekk undir nafninu Ásmundur á Íslandi og var kallaður Ási.

„Það var merkilegt og gott að heyra,“ segir Ási um tíðindin og fyrsta fund þeirra Bjarkar Straumfjörð Ingólfsdóttur í fyrrahaust. „Það komu tár og öll familían tók vel á móti Björk. Hún stoppaði stutt en ætlar að koma aftur seinna. Þetta

...