Stefán Már Jónsson fæddist 2. maí 1963. Hann lést 25. janúar 2025.

Útför hans fór fram 14. febrúar 2025.

Það er mikil gæfa að hafa átt Stebba að félaga og vini í lífinu. Við brottför hans er söknuður minn mikill, minningarnar lifa um góðan dreng og þakklæti fyrir að hafa átt svo mikilsverðan ferðafélaga á fimmta áratug. Stebbi var kvæntur Hrefnu Lind Borgþórsdóttur og eiga þau fjögur börn. Faðir hans var forstöðumaður í Víðinesi á Kjalarnesi, þar kynntist ég honum fyrst er ég fór með Gunna vini mínum og frænda hans í heimsókn, hefur vinskapur okkar verið traustur allar götur síðan.

Stebbi var mikill fjölskyldumaður, hugsaði vel um heimilið og allan hópinn sinn, var alltaf til staðar ef eitthvað þurfti að leysa og gekk jafnan í öll verk. Hann barðist við illvígan sjúkdóm í tíu ár, sem því miður

...