Strandveiðar í forgangi“ var fyrirsögn Morgunblaðsins á aðfangadag. Sannarlega góð tíðindi fyrir sjávarútveginn og góðan meirihluta þjóðarinnar.
Örn Pálsson
Örn Pálsson

Örn Pálsson

Sjávarútvegsumræðan þessa dagana og svo oft áður snýst um smábáta. Forystumenn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Félagi skipstjórnarmanna hafa varað stjórnvöld við því að auka veiðiheimildir til strandveiða og fara þannig gegn vilja 72,3% þjóðarinnar. Stjórnvöld hafa hins vegar ákveðið að verða við vilja þjóðarinnar, breyta lögum og tryggja 48 daga til strandveiða strax í sumar.

„Strandveiðar í forgangi“ var fyrirsögn Morgunblaðsins á aðfangadag. Sannarlega góð tíðindi fyrir íslenskan sjávarútveg og mikinn meirihluta þjóðarinnar.

Í fréttinni segir að svigrúm til strandveiða verði aukið til muna samkvæmt stjórnarsáttmála ríkisstjórnar. Haft er eftir Hönnu Katrínu Friðriksson atvinnuvegaráðherra: „Í ljósi þess hversu skýrt þetta er orðað, og hversu mikill vilji er

...