— Morgunblaðið/Karítas

Hvernig kviknaði hugmyndin að gera hlaðvarpsþátt um þetta dularfulla mannshvarf?

Fyrir tilviljun hitti ég hóp Íra hér á Íslandi, þar á meðal Liam O’Brien sem hafði alltaf munað eftir þessu mannshvarfi í Dublin árið 2019. Við áttum gott samtal og ákváðum að vinna saman og þá varð ekki aftur snúið. Ég hélt í upphafi að þetta yrði áhugaverð mannleg saga og innsýn í það hvernig það er að eiga ástvin sem hverfur, en Liam var alltaf viss um að við gætum afhjúpað eitthvað meira og það kom fljótlega í ljós að svo væri.

Voru fjölskyldumeðlimir Jóns til í að segja frá?

Já, það voru allir tilbúnir að tala við okkur og þau berskjalda sig gjörsamlega, því það er þeirra eina von að leggja öll spil á borðið og að vonandi ýti þetta við einhverjum sem eitthvað veit. Við vildum byggja

...