![](/myndir/gagnasafn/2025/02/15/267fae56-609b-40c4-80fd-e9649c459e8d.jpg)
Dóra Ósk Halldórsdóttir
doraosk@mbl.is
„Ása er forgangsröðunarforrit sem við hugsuðum strax sem hjálpartæki til að minnka álag á heilsugæslunni og forgangsraða eftir alvarleika þeirra einkenna sem fólk lýsir,“ segir Gísli Garðar Bergsson, nemandi í tölvunarfræði í Háskólanum í Reykjavík, en hann hefur hannað gervigreindarlausnina Ásu með félaga sínum, Alex Orra Ingvarssyni, sem er að læra tölvunarfræði í EPFL-háskólanum í Lausanne í Sviss. Þeir hafa séð um forritunina en þriðji félaginn, Einar Skúli Zoega, nemandi í hagnýttri stærðfræði, er rekstrarstjóri fyrirtækisins.
Ása forgangsraðar, túlkar og skrifar sjálfvirkt sjúkrasögu fyrir lækna. Ása hefur verið þjálfuð af öllum þeim gögnum og rannsóknum sem birtar hafa verið á netinu til ársins 2023. Ása nýtir ScaleAI til að safna gögnum en OpenAI
...