![„Mér fannst heillandi að sjá horfinn tíma í gegnum persónur sem eiga sitt daglega líf, sorgir og gleði, rétt eins og við, en eru bundnar af ólíku samfélagi,“ segir Vilborg.](/myndir/gagnasafn/2025/02/15/980ae869-64bb-4530-b16b-66a303cefd11.jpg)
Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur rekur Laxdæla sögu á sinn hátt á Sögulofti Landnámssetursins í Borgarnesi. Hún hefur skrifað fimm skáldsögur um tvær persónur hennar – þríleik um Auði djúpúðgu og tvennu um Þorgerði Þorsteinsdóttur, barnabarn Auðar. Vilborg þekkir vel til á Söguloftinu, en þar endursagði hún þrjár bækur sínar um Auði í tvo vetur frá 2017 til 2019, þrjátíu sinnum alls fyrir fullu húsi.
Í flutningi hennar á Laxdælu er ástarþríhyrningurinn í forgrunni: Guðrún, Kjartan og Bolli.
„Laxdæla hefði auðvitað átt að heita Guðrúnar saga Ósvífursdóttur því ævi hennar og ástir binda söguna saman, en Íslendingasögur heita aldrei eftir konum. Í flutningi mínum tálga ég utan af sögunni allt sem snýst ekki um hana, Kjartan og Bolla. Frásögnin hverfist um ástarþríhyrninginn,“ segir
...