Ég er endalaust á antíkmarköðum og í gömlum landakortabúðum; alltaf að leita að einhverju nýju til að setja inn í myndirnar.
Kristjana sækir innblástur til nítjándu aldar. Verk hennar eru gjarnan mjög ævintýraleg.
Kristjana sækir innblástur til nítjándu aldar. Verk hennar eru gjarnan mjög ævintýraleg.

Í bókasafni Páfagarðs stendur nú yfir sýningin En Route, en þrír listamenn voru valdir til að búa til listaverk sem endurspegla heimsferðir nítjándu aldar. Listaverk þeirra eru nú til sýnis ásamt áður óséðum dagbókum og tímaritum um sama efni. Kristjana var nýkomin heim til sín í London frá Vatíkaninu þegar blaðamaður sló á þráðinn til að heyra um ferilinn og hvernig íslensk listakona endaði í heimsókn hjá páfanum sjálfum.

Græddum aldrei krónu

Kristjana er hálf íslensk og hálf bresk, alin upp við sjávarsíðuna á Seltjarnarnesi þar sem hún gekk í skóla. Tvítug að aldri flutti hún til Bretlands, þar sem hún hefur búið nú í þrjá áratugi.

„Áður en ég flutti til London hafði ég verið í rafeindatækni því þótt ég hafi alltaf verið listræn var ég skíthrædd að fara þá leið. Ég sá fyrir mér að ég

...